Dagur 3

Kæra blogg. Ég á afmæli í dag. Til hamingju með mig. Ég er 25 ára, ekki reyna að sannfæra mig (né nokkurn annan) um annað. Aldurinn verður endurskoðaður við næsta stóra áfanga lífs míns (hvenær sem hann verður nú).

Í dag er dagur 3. Dagur 1 fór að mestu í að ná upp svefni eftir dag 365. Dagur 2 fór í mikil heilabrot og vangaveltur og nú er kominn dagur 3 og ég er enn að velta mér upp úr því hvernig ég hóf árið 2008. Ég fór í hið árlega áramótapartý á Arnargötunni. Þar var fámennt en góðmennt. Ýmislegt var sagt sem fékk mig til að staldra aðeins við í tíma og rúmi, hugsa um lífið og tilveruna og svona hitt og þetta. Ég þurfti strax að halda áramótaheitið (sem ég vil bæ ðe vei ekki upplýsa hvert er) og nú á degi 3 get ég með stolti sagt að ég sé ekki enn búin að brjóta það. En men ó men hvað það er stundum erfitt.

Strákarnir mínir voru voða sætir í morgun og gáfu mér risastóran pakka. Í honum var þetta forkunnarfagra DVD-upptökutæki. Þegar ég kem heim í dag ætla ég að eiga móment með gjöfinni, njóta þess að taka tækið upp úr kassanum, lesa leiðarvísinn og tengja skart-tengi og fleira spennandi. Langþráður draumur hefur ræst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með afmælið elsku besta vinkona, hlakka til að knúsa þig við tækifæri, þúsund og einn koss xxx

Hjördís (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband