Paprika og köttur

Í dag málaði ég papriku. Kannski ekki merkilegt myndefni en mér finnst stórmerkilegt hvað ég er montin af sjálfri mér. Það sést, bæði úr fjarlægð og í návígi, hvaða grænmeti þetta er og það er nú bara þó nokkuð. Um daginn gerði ég til dæmis tilraun til að mála epli. Það á víst að vera svona beisikk byrjanda dæmi, eitthvað sem allir ráða við. En séð úr fjarlægð virtist eplið mitt vera farið að rotna verulega og up close and personal kom í ljós að eplið var bara ein málningarklessa sem átti fátt skylt með ávöxtum. En ég virðist nú eitthvað vera að ná tökum á málningargræjunum sem Óli gaf mér í jólagjöf og læt hér fylgja mynd af téðu grænmeti.

 


 

Í dag gerði ég líka uppgötvun. Ég verð að eignast kött. Svona alvöru kvikyndi sem fer úr hárum og pissar á gólfið. Batterísknúna kisan sem við keyptum í Svíþjóð í sumar dugar ekki til - sem er nokkuð slæmt þar sem hún gerir ekkert af sér, gerir hvergi stykkin sín, matarkostnaður er enginn og ef við fáum leið á kisu þá getum við bara slökkt á henni.

Ég skrapp með Val í heimsókn til Selmu vinkonu. Hún á tvo ketti og mér datt í hug að Valur hefði gaman af því að sjá þá. Honum leist ekkert á blikuna þegar Selma og krakkarnir hennar tóku á móti okkur og hann tilkynnti að hann vildi fara heim. En um leið og kisa mætti á svæðið kom annað hljóð í skrokkinn. Valur leyfði ókunnugum að færa sig úr útigallanum og svo var eins og barnið væri með herðatré í munninum, svo vítt var brosið. Það er sem sagt klárt mál að heimilisköttur myndi kæta yngsta fjölskyldumeðliminn. Ég yrði á hinn bóginn ekkert ofsalega kát þegar hann myndi skíta á teppið og rispa leðurstólana.

 

Valur, Hrefna María og Askur

 

 

Valur leikur við Ask

 

 

Valur og Simbi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband