Ár draumanna?

Mér leið ekkert smá vel þegar ég las ársstjörnuspá steingeitarinnar í Séð og heyrt.

Árið 2008 trúir Steingeitin því að draumar hennar geti orðið að veruleika og lífið eins og í ævintýrum.

Ekki slæm byrjun það! Svo las ég áfram. Þetta lofaði allt alveg afskaplega góðu, gott fjárhagsár í vændum, glæstir sigrar og ég veit ekki hvað og hvað. Mér var lofað öllu fögru þarna í upphafi stjörnuspárinnar, hamingju í mannlegum samskiptum, bjartsýni og jákvæðni og mitt einstaka lundarfar ku víst smita út frá sér á árinu og bæta líf fólks í kringum mig svo um munar.

Svo las ég áfram. Einstæð heppni og velgengni verður víst í starfi Steingeitarinnar árið 2008. Flott er, slíkt er aldrei slæmt. Nokkur orð um valdabaráttu og hugsanlegt einelti á vinnustað, ok, kannski ekki alveg eins gott. Og svo las ég áfram. Rúsínan í pylsuendanum.

Árið 2008 verður ekkert sérstaklega gott hjá þeim sem starfa við fjölmiðla.

Já, þar höfum við það. Sem steingeit og starfsmaður fjölmiðils finnst mér þetta ekkert allt of gott, tala nú ekki um ef ég verð lögð í einelti í ofanálag.

Nú er bara að bíða og sjá hvort Séð og heyrt býr yfir sama spádómshæfileika og Mogginn gerði hér í eina tíð. Þá var stjörnuspáin stundum eins og klippt út úr dagbókinni minni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband