29.10.2007 | 15:59
Hvar er Pollýanna?
Í allan dag hef ég verið að melta það með mér hvort ég sé í góðu eða vondu skapi. Á leiðinni í vinnuna í morgun var ég í nokkuð hlutlausu skapi, svo heyrði ég skemmtilegt lag og komst í rokna stuð. En svo kom ég í vinnuna og þá datt allt niður aftur. Pirringurinn hefur aukist með hverri mínútunni án þess að ég viti af hverju og ég hef reynt allt sem í mínu valdi stendur til að láta hluti ekki fara í taugarnar á mér. Með það að markmiði hef ég spilað skemmtilega lagið frá því í morgun mjög reglulega (hlustaði á það 8 sinnum í röð fyrir nokkrum mínútum - grínlaust!) til að líta á björtu hliðarnar. En nú bara get ég ekki meir. Ég er svoleiðis að tapa mér úr reiði að ekkert fær mér bjargað núna. Nema kannski kíló af lakkrís. En ég má ekki fá svoleiðis. Það er ekki nammidagur. Sjitt. Hvar er Pollýanna núna?
Athugasemdir
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn... :) :) :)
Pollýanna (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 16:16
Ég er líka í vondu skapi
Eva (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.