Ein ég sit og sauma...

...inní litlu húsi... Nei, ekki alveg. En ein ég sit á náttfötunum inni í, tja, frekar stóru húsi þótt aðeins brot af því sé í minni eigu. Í mér er flensuskítur, hiti og þreyta og afar mikil undrun yfir því hvað gerist úti í náttúrunni þegar maður er jafn langt frá mannabyggðum og ég.

Hér á miðhálendinu snjóar, takk fyrir takk! Mér varð litið út um gluggann þar sem ég sá fjöldann allan af hlussusnjókornum svífa um og lenda tignarlega á sólpallinum mínum. Þar sem ég er Vesturbæingur í húð og hár mætti með sanni segja að ég sé fiskur á þurru landi í svona aðstæðum. Það er varla að ég þekki snjó lengur. En svona er þetta, þegar maður flytur út á land þá þarf maður víst að venja sig við breyttar aðstæður. When in Rome...

Já, þannig er nú það, when in Grafarholt... þá er maður fyrir ofan snjólínu... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

batakveðjur ;) nú hefurðu enn fleiri ástæður til að dekra við þig!

Hjördís (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:49

2 identicon

Í miðborg Reykjavíkur (nafla alheimsins) var slydda fyrir stundarkorni.

Kv. SAN

sn (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband