27.9.2007 | 13:42
2 ár
Í dag eru 2 ár síðan lítill maður kom í heiminn. Vá hvað það var gaman! Ég trúi varla að það séu liðin 2 ár. Hann vakti okkur í morgun og fékk pakka; brunabíl og Monsters Inc. Þolinmæðin eftir að bílnum yrði náð úr kassanum var ekki mikil (hvaðan skyldi hann hafa það?) og svo vildi hann horfa á bangsana (bangsar, skrímsli... what's the diff...). Svo tók hann út smá morgungeðvonsku og varð hundfúll þegar hann mátti ekki taka Elvis brunavörð með inn í leikskólann. Hann var þó fljótur að jafna sig og kvaddi móður sína með verulega blautum kossi annars hugar því honum stóð til boða að fá rúsínur í morgunmat.
Þegar Valur fæddist og fyrstu vikurnar/mánuðina á eftir fannst mér allt vera svo ógurlega flókið og erfitt. Ég hélt alltaf að þetta yrði auðveldara með aldrinum (þ.e. eftir því sem hann yrði eldri - ekki ég) en svo hefur það bara verið þannig að þegar maður lærir á einhver hegðunarmunstur þá birtast bara fimm ný í viðbót þannig að ég er sífellt að læra. Þegar hann var kornabarn þurfti ég að sætta mig við það að stundum grét hann og ég vissi ekki af hverju. Og ósköp lítið við því að gera. Nú veit ég oftast af hverju hann verður fúll en þarf að díla við þá staðreynd að hann hefur stundum ekki minnsta áhuga á að taka rökum eða bara að hlusta á mig.
En þótt við séum ekki alveg sammála alltaf þá er hann samt bestur í heiminum og á það til að segja "knúsa mömmu". Það er bara ekki hægt að segja nei við svoleiðis.
Athugasemdir
Ellefu sinnum til hamingju með litla manninn. Ánægð með að hann er ákveðinn
Hrund (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:56
Hjartanlega til hamingju! :)
Eva (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 15:01
til hamingju :)
Hjördís (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.