25.9.2007 | 09:29
Búin með Loforðið
Jæja, þá er ég búin með Loforðið. Hvarf algjörlega inn í bókina og týndi mér svo í ýmsum vangaveltum inn á milli og að lestri loknum. Boðskapur sögunnar er einfaldur og fallegur og á erindi við hvern sem er.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég les skáldsögu eftir manneskju sem ég þekki, ef frá eru taldar nokkrar barnabækur sem frænka mín skrifaði fyrir mörgum árum. Þá var ég sjálf barn og sögurnar ekki þess eðlis að hægt væri að lesa mikið milli línanna. En upplifun mín af Loforðinu er öðruvísi en af nokkurri annarri bók sem ég hef lesið. Hugurinn var á milljón að tengja við raunveruleikann og lesa milli línanna. Sumt fannst mér ég kannast mikið við, lýsingar sem ég þóttist vera viss um að hafa heyrt áður og persónusköpunin var einstök en samt eins og ég þekkti sum karakterseinkennin af eigin raun. Kannski las ég meira milli línanna en var að finna þarna, en svona er þetta bara. Þetta þýðir bara að sagan hefur haft djúpstæð áhrif.
Ég ætla að taka Loforðið mér til fyrirmyndar. Meira vil ég ekki segja, lesið bara bókina.
Athugasemdir
Ég segi bara eitt
Hrund (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:55
Öhh...þetta átti að vera: Ég segi bara EITT STÓRT TAKK!!!
Hrund (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.