20.9.2007 | 16:41
Loforðið lofar góðu
Það er ekki á hverjum degi sem maður er að springa úr stolti yfir vinum sínum en ég upplifði einn slíkan í gær. Mér barst til eyrna í vinnunni að Hrund vinkona fengi afhent íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Loforðið. Ég var ótrúlega upp með mér yfir að þekkja svona hæfileikaríkan rithöfund.
Kynningareintak bókarinnar þvældist milli manna inni á fréttastofu þannig að ég nældi mér í það og byrjaði að lesa. Og svo las ég. Og svo las ég meira. Og svo var bókin tekin af mér til að fréttamennirnir gætu kynnt sér hana og tekið viðtal við höfundinn. Það er sko alveg á hreinu að ég þar að koma mér út í bókabúð og fjárfesta í eintaki. Snilldar byrjun og Hrund bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Snilldar penni.
En áður en þessi færsla verður væmnari en bleikt kandífloss þá ætla ég að koma hamingjuóskum áleiðis:
Elsku Hrund, innilega til hamingju með verðlaunin! Ég rétt missti af þér í gær, fór úr vinnunni hálftíma áður en þú komst í viðtal í Síðdegisútvarpið, þannig að þú verður bara að láta þér nægja svona bloggknús þangað til ég hitti þig næst.
Nýr höfundur hlýtur barnabókaverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er rétt rúmlega hæstánægð með að fá bloggknús; fékk líka kveðju frá þér í gær ef ég man rétt hjá henni Ásrúnu.
Gaman að heyra að þér líst vel á bókina...og takk fyrir kandíflossfærsluna
Hrund (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.