Lögfræðingur finnur upp geimflaug

Í dag er súr dagur. Þegar maður lifir og hrærist í gallsúrum vefforritunarkóðum í heilan dag án þess að skilja sem svo mikið sem einn staf þá getur útkoman orðið vægast sagt vafasöm geðheilsa. Ég er jafnsúr og nýju auglýsingarnar frá Freyju um eitthvað nýtt gotterí. Hér kemur ein slík:

Sunna er fín frú
sem forritar ekki nú
en langar í kókósú.

Ef einhver getur frætt mig um hvar kókósú fæst eða hvað það er býð ég vegleg verðlaun.

Ég hef áhyggjur af sjálfri mér. Ég er orðin svo súr að ég stefni hraðbyri að því að verða gegnsteiktur forritunarnörd. Við erum í kappi við tímann í vinnunni að koma nýju fréttakerfi í gagnið og svona hér um bil fallin á tíma. Magnið af kóki sem rennur niður kverkar okkar nördanna er sennilega ómælanlegt og prufufréttirnar sem hafa fengið að fara inn í nýja kerfið hafa dálítið spes fyrirsagnir... svo ekki sé meira sagt.

Teiknimyndafígúra gerist páfi
Flestir sjá eftir sveindómnum
Glæpaforingi fer í megrun
Satan tilbeðinn í Hafnarfirðinum

Einn fréttamaður rak augun óvart í síðustu fyrirsögnina okkar og vildi óður og uppvægur senda myndatökumann á staðinn. Að vissu leyti sé ég eftir að hafa leiðrétt misskilninginn... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góða ferð til New York. Þú verður að haga þér eins og sex in the city pía og drekka kokteila á fínum börum og kaupa rándýra háhælaða skó og annnan tískuvarning. Við verðum svo að hittast þegar þú kemur heim. Skokk eða ekki skokk, ég er greinilega lásí partner í þeim bransa, við eigum deit þegar þú kemur heim. Kannski getum við bara píast eitthvað hér á Fróni. Knús og kram xxx

Hjördís (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband