27.8.2007 | 19:59
Snöggsteikt ađ hćtti Sunnu, II. hluti
Mér til mikillar furđu virđist vera takmarkađur áhugi á ađ vita um afdrif Ólans eftir brútal međferđ um daginn. En ég lćt nú söguna flakka engu ađ síđur.
Upp á síđkastiđ hefur Óli kvartađ sáran undan bakverkjum, búinn ađ láta mynda sig í bak og fyrir, ađallega ţó bak, og láta lćkna spá og spekúlera án nokkurrar sannfćrandi niđurstöđu. Um daginn ákvađ ég hins vegar ađ vera einstaklega góđ viđ kallinn og lćkna á honum bakiđ í eitt skipti fyrir öll. Leiđ mín lá í Lyfju til ađ kaupa vöđvabólgu-grjóna-púđa fyrir sjálfa mig. Ţar rak ég augun í stórsniđugan plástur sem átti ađ láta vöđva- og liđverki í baki hverfa eins og dögg fyrir sólu međ sérstakri hitameđferđ. Sá galli var ţó á gjöf Njarđar ađ leiđbeiningarnar voru á ţýsku og hvergi kom fram hvađ plásturinn átti ađ vera lengi á. Ţađ litla sem ég vissi var ađ plásturinn innihélt cayenne-pipar.
Ég gekk hreint til verks, límdi plásturinn á garminn og lét hann svo svitna. Eftir um 30 mínútur kvartađi hann undan óţćgindum ţannig ađ viđ ákváđum rífa plásturinn af og kom ţá í ljós rauđur brunablettur á bakinu.
Sjúklingurinn stundi ţungan og kvartađi sáran og lét eins og hann vćri nýkominn úr meiriháttar ađgerđ. En Sunna dó ekki ráđalaus. Ég vippađi mér upp á eldhúskoll inni í svefnherbergi, rótađi í gömlu óléttudóti og fann á augabragđi gamla bakbeltiđ mitt síđan ég var ólétt og ónýt. Ţví nćst skundađi ég inni í eldhús og reif fram poka međ frystu grćnmeti, tróđ honum inn í hólfiđ fyrir hitapokann og vafđi utan um fatlafóliđ. Eftir um hálftíma var hann as good as new.
Já, svona var nú ţađ. Glóđarsteiktur Óli var ţví algjör mistök af minni hálfu. En snarrćđi mitt bjargađi honum frá stórbruna. Hugsiđ ykkur bara hvađ ég gćti gert í Grikklandi!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.