6.8.2007 | 12:26
Versló '07
Jæja, þá er Versló '07 að renna sitt skeið á enda. Hið árlega Versló-partý var haldið í gær með fjöldasöng, varðeld, viðbrenndum sykurpúðum og drykkju og tókst bara nokkuð vel held ég. Öskubuska lét sig þó hverfa upp úr miðnætti svo að segja alveg edrú en með höfuðverk og fjölmargar hugsanir í kollinum. Hildur Emma krúttbolla mætti í partýið og skríkti af gleði yfir hljómfagurri rödd minni sem kyrjaði barnagæluna um Samma brunavörð.
Er búin að gera samkomulag við Hjördísi um að fara að hlaupa reglulega saman. Til stóð að fara í hádeginu í dag en Hjördís kvaddi mig rám og ölvuð í gær og sagði "Eigum við að hafa það klukkan 1 í staðinn?" Mig grunar að skokkið okkar eigi eftir að færast eitthvað aðeins til á dagskránni í dag þar sem hún er örugglega með nokkra timburmenn í heimsókn fram eftir degi.
Jæja, svo mörg voru þau orð að sinni. Góðar stundir.
Athugasemdir
jæja nú er klukkan að verða fimm og ég er komin á fætur og laus við timburmennina :) ég er að fara í matarboð eftir hálftíma svo ég held að skokk verði að bíða þangað til á morgun? ég skemmti mér alveg geggjað vel, knúsaði og kyssti alla af hamingju. ég var komin heim undir morgun, held að klukkan hafi verið um 5. Hvernig líst þér á skokk og sund annað kvöld svo við getum borið saman bækur okkar um hápunkta gærkvöldsins?
Hjördís (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.