5.8.2007 | 09:05
Ekki með heilaæxli...
...og ekki heldur heilablóðfall. Eftir ríflega tveggja vikna svæsinn hausverk náði ég loks sambandi við lækni sem benti mér á að ég væri með mígreni. Ég hélt nú ekki, ég var alveg sjor á að þetta væri ennisholubólga og ég ætlaði mér í myndatöku. Ég fékk lyfseðil fyrir ofurdópi og sýklalyfjum, beiðni fyrir myndatöku og símatíma hjá heimilislækninum mínum og niðurstaðan var sú að ennisholurnar voru eins hreinar og og þær geta orðið. Heimilislæknirinn þorði því ekki annað en að senda mig á bráðamóttökuna þar sem ég var skoðuð í bak og fyrir, mynduð með og án litarefnis, stungin eins og nálapúði og spurð spjörunum úr. Þar sem ekki kom í ljós að ég væri með heilaæxli eða blæðingu var sú "skynsamlega" ákvörðun tekin að ég væri með svo svæsna vöðvabólgu að hún ylli stingjum á bak við augun. Ég kaupi það svona rétt mátulega í ljósi þess að ég er mun skárri af vöðvabólgu en oft áður. Sem betur fer er þessi óútskýrði hausverkur á förum en ég á þó alvöru dóp ef ske kynni að hann gerði vart við sig aftur.
Sumarfríið mitt varð eitthvað endasleppt út af þessum veikindum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.