17.6.2007 | 22:26
Ég vann!
Vissulega eru það blendnar tilfinningar að hafa unnið veðmálið. Ég veðjaði á tap af því að mér þótti það vera auðfengin leið til að eignast bjór án þess að fara í Ríkið. En KR heldur áfram á sorglegri braut sem virðist ekki stefna neitt annað en beint til glötunar. Eða í fyrstu deildina. Jæja, skammt á milli skíts og kúks...
Á föstudaginn var Valur veikur þannig að ég komst ekki í vinnuna til að hirða góssið en vinnufélaginn var svo vinsamlegur að senda mér mynd af vinningnum. Orðsendingin er nokkuð merkileg...
... Af hverju hann fann sig knúinn til að fela orðið stórt með stjörnum er mér algjörlega óskiljanlegt. Það er ekki eins og það sé hægt að lesa neitt annað úr þessu en KR er stórt lið sem getur ekki neitt.
En það er sko eins gott að bjórinn verði enn á borðinu mínu þegar ég mæti til vinnu á morgun. Eftir þessa helgi í vítispínu er algjörlega nauðsynlegt að fá sér aðeins í litlu tána.
Athugasemdir
á ekkert að láta mann vita að þú sért farin að blogga aftur? :) við verðum að fara að hittast...
Hjördís (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.