14.6.2007 | 17:25
Hvað eigum við að kalla okkur?
Nú erum við í mikilli krísu. Þegar við flytjum út á land þá veit ég ekkert hvað við eigum að kalla okkur. Síðustu 3 árin hef ég oft talað um Kapló-fjölskylduna eða jafnvel Kapló-gengið en í haust kemur það engan veginn til með að ganga upp í ljósi þess að við komum alls ekki til með að búa þar. Nýi staðurinn, Maríubaugur, býður ekki upp á jafn þægilegt gælunafn. Hugmyndirnar sem ég er komin með eru eftirfarandi.
- Maró-fjölskyldan
- Maríó-gengið
- Baugs-fjölskyldan
Fyrsta tillagan er nú bara hreint og beint asnaleg og þarf ekki að eyða frekari orðum í hana. Tillaga númer tvö er kannski dálítið skondin en gefur kannski örlítið ranga mynd af vaxtarlagi og klæðarburði fjölskyldunnar. Svo er eitthvað hjákátlegt að tala um Maríó-gengið þegar Súper fer ekki á undan. Nú, og þriðja tillagan einfaldlega villandi og gefur til kynna að við séum allt önnur og umdeildari fjölskylda.
Hvað gera bændur þá?
Athugasemdir
Hvað með úthverfapakkið?
Óli Njáll Ingólfsson, 18.6.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.